ghd Duet Blowdry Hair Dryer Brush Hvítur

64.900 kr.

ghd Duet Blowdry Hair Dryer Brush hvítur (blástursbursti)

ghd Duet Blowdry, er byltingarkenndur 2-in-1 blástursbursti sem breytir hári auðveldlega úr blautu í blásið án hitaskemmda og gefur 3x meira lyftingu. Þetta er fljótlegasta leiðin til að ná fram fallegum, sléttum og líflegum blæstri heima, sem endist í allt að 24 klukkustundir. Þetta nýstárlega tæki býr yfir Heat-Air Xchange tækni ghd og er hannað fyrir allar hárgerðir.

Með ghd Duet Blowdry fylgir hitaþolinn poki og hreinsibursti, sem gerir þér kleift að geyma tækið þitt á öruggan hátt strax eftir notkun og halda því í toppstandi.

Leiðbeiningar um notkun: Wet to Dry Styling – 90s Blow Out

1. Byrjun: Þerraðu hárið vel með handklæði.

2. Berðu ghd Volume Forever eða Body Goals á miðlengd og enda hársins.

3. Greiða í gegn: Notaðu ghd All-Rounder Paddle burstann til að greiða í gegnum hárið.

4. Forþurrkun: Taktu stórar skiptingar og renndu ghd Duet Blowdry í gegnum hárið þar til það er að mestu leyti þurrt.

5. Skiptu upp hárinu: Gerðu stóra skáskiptingu.

6. Settu ghd blástursburstann undir skiptinguna í sömu stefnu.

7. Bið: Haltu við burstanum við rótina í 2-3 sekúndur.

8. Snúningur: Snúðu ghd Duet Blowdry 1/4 úr hring í hárinu.

9. Renndu hitaburstanum gengnum hárið út frá höfðinu þar til þú nærð endunum.

10. Endurtekning: Endurtaktu þessa aðferð 2 sinnum til að tryggja að hárið sé þurrt og slétt.

11. Settu hitaburstann skásett undir þurrt hár.

12. Renndu niður til enda.

13. Rúllaðu: Snúðu hitaburstanum við endana á lokknum til að ná gripi og rúllaðu alla leið að rót. Endurtaktu eins og þarf.

14. Bíða/Halda: Haltu lokknum í burstanum í 3 til 5 sekúndur til að leyfa honum að „setjast“.

15. Haltu áfram: Haltu áfram með þessa aðferð þar til allt hárið er orðið fallega blásið.

16. Lokatöfrar: Kláraðu með því að spreyja ghd Perfect Ending eða Shiny Ever After í hárið til að fullkomna útlitið.